Heilbrigð samskipti og mörk

Námskeiðið fjallar um samskipti, tengsl og tengslamyndun og hvernig hegðun og viðbrögð hafa áhrif á þróun samskipta. Við skoðum aðferðir sem hjálpa okkur að standa með okkur sjálfum og gildum okkar í samskiptum og um þætti sem efla sjálfstraust og hjálpa okkur að byggja upp heilbrigðari samskipti, bæði við okkur sjálf og aðra.
 
Við skoðum tilfinningaviðbrögð og kveikjur og hvernig atferli okkar og viðhorf geta skipt sköpum í þróun samskipta. Við veltum fyrir okkur þáttum eins og sjálfsvirðingu, meðvirkni, fyrirgefningu, skömm, valdabaráttu og sjálfsniðurrifi og hvernig breytt viðhorf og viðbrögð okkar sjálfra geta brotið upp óheilbrigt samskiptamynstur.
  
Þátttakendur kynnast aðferðum sem hjálpa okkur að aftengjast óheppilegum hugsunum og ósjálfráðum varnarháttum og hvernig við getum náð tökum á viðbrögðum með því að staldra við, taka eftir og gangast við öllum okkar tilfinningum og hugsunum með sjálfsumhyggju og vinsemd í eigin garð að leiðarljósi.
 
Umfjöllunarefni
  • Þóknunarhegðun, viðhorf, varnarviðbrögð og mörk
  • Virðing og heilbrigð samskipti – þekkjum við og virðum okkar eigin mörk?
  • Hegðun og samskiptamynstur – sjálfstraust, tengslahegðun og túlkanir
  • Sjálfsmyndin –  styrkleikar, gildi, ytra virði og innra virði
  • Núvitund og samkennd
Verkfæri
  • Núvitund – FEMÁ módel (heildræn nálgun)
  • Uppbyggingarkenningar jákvæðrar sálfræði
  • ACT módelið – sálrænn sveigjanleiki og gildi
  • Tilfinningamódel
Ávinningur
  • Aukin sjálfsvirðing og kjarkur til að setja mörk
  • Aukinn þekking á innri gildum og viðhorfum
  • Aukin skilningur á tilfinningaviðbrögðum
  • Heilbrigðari og öryggari samskipti