Skilareglur

Við erum með 14 daga skilafrest, það þýðir að þú hefur 14 daga eftir að þú færð vöruna afhenta til að óska eftir skilum eða skiptum.

Vöru fæst eingöngu skilað í upprunalegu ástandi, ónotaðri og í upprunalegum umbúðum. Sýna þarf fram á kvittun fyrir vörukaupum þegar vöru er skilað. Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur nema um galla sé að ræða.

Til að hefja skil, vinsamlegast hafðu samband á lifslyst@gmail.com

Er skilin hafa verið samþykkt, sendum við þér leiðbeiningar hvernig staðið skal að skilum. Sendingarkostnaður vegna skila er á kostnað viðskiptavinar.

Ef þú ert með einhverjar spurningar endilega hafðu samband við okkur á lifstlyst@gmail.com.

Skil vegna galla

Vinsamlegast skoðaðu vöruna um leið og þú færð hana. Ef svo ólíklega vill til að um gallaða vöru sé að ræða, hafðu strax samband við okkur svo við getum greitt úr því með þér.

Undantekningar frá skilareglum

Námskeið, fyrirlestrar, vinnustofur, viðtöl eða einstaklingsviðtöl fást ekki endurgreidd eftir að þau hafa verið haldin.

Staðfestingargjald fyrir námskeið, fyrirlestra, vinnustofur, viðtöl eða einstaklingsviðtöl fæst ekki endurgreitt.

Útsöluvörum fæst hvorki skilað né skipt. Ekki er hægt að skila eða fá gjafakort endurgreidd.

Endurgreiðsla 

Þegar skil hafa verið samþykkt færðu sjálfkrafa endurgreitt með upprunalegum greiðslumáta innan 10 virkra daga. Mundu að það getur tekið nokkurn tíma fyrir bankann þinn eða kreditkortafyrirtækið að vinna úr og senda endurgreiðsluna.
Ef meira en 15 virkir dagar eru liðnir frá því að við samþykktum skilin og endurgreiðsla hefur ekki borist ennþá, vinsamlegast hafðu samband við okkur á lifslyst@gmail.com.