Einstaklingstímar

Ráðgjöf og markþjálfun

Ásthildur býður upp á markþjálfasamtöl þar sem unnið er með þætti sem snúa að
sjálfsuppbyggingu og heilbrigðum tengslum.

Bóka tíma

Markþjálfasamtöl ganga út á að leiða marksækjanda að sínum innsta kjarna og áhugahvöt. Þú færð speglun sem hjálpar þér að átta þig á styrknum og
hæfileikunum sem þú býrð yfir og opnar augu þín fyrir möguleikum og leiðum til að móta nýja stefnu.

Samtalið byggir á spurningum sem leiða þig áfram, fá þig til að horfa inn á við og sjá hlutina í nýju ljósi – Spurningar sem hjálpa þér ná utan um og móta viðfangsefni, átta þig á hvað þú vilt og draga fram það sem í þér býr.

Fyrir hverja?

Einstaklingssamtölin henta þeim sem vilja brjóta upp gömul vanamynstur, sjá og virkja styrkleika sína og yfirvinna þætti eins og fullkomnunaráráttu og sjálfsefa.

Aukinn sjálfsskilningur og sjálfskærleikur er leiðarljós ásamt því að efla kjark og þor til að standa með sér og gildum sínum og leyfa sér að blómstra.

Unnið er með þætti sem snúa að hugsunum, tilfinningum, athöfnum og samskipum út frá óskum og þörfum hvers og eins.

  • Hanna

    Mjög gagnlegt, maður nær að vinda ofan af svo mörgu sem hefur verið að trufla og sjá hluti
    á nýjan og jákvæðari hátt.

  • Inga

    Það er svo gott að koma til þín, maður fer að sjá hvað maður er að gera margt gott og fer eiginlega bara að trúa að maður geti allt.

  • Sólveig

    Sambland af nærgætni og fagmennsku. Getur verulega hjálpað ykkur að öðlast sjálfsöryggi og það dýrmætasta af öllu – lífsgleði!