Samskipti og sjálfsmynd barna

Lífslyst stendur fyrir fræðslu til þeirra sem vinna með börn og býður upp á
fyrirlestra og námskeið um uppbyggileg samkipti og jákvæða sjálfsmynd.

Hugmyndafræði Lífslystar gengur í stuttu máli út á að efla tilfinningalegt
öryggi í samskiptum og styrkja sjálfsmynd barna með skilning, sanngirni og
virðingu að leiðarljósi. Efnið byggir á uppbyggingarkenningum og verkfærum
jákvæðrar sálfræði ásamt Polyvagal kenningu Dr. Stephen Porges.

Eitt af verkfærum Lífslystar er tilfinningamódel. Þar eru litir notaðir til að
útskýra hegðun og tilfinningaviðbrögð og hjálpa krökkum að átta sig á og tala
um hugsanir sínar og tilfinningar. Módelið er myndrænt og eykur skilning á
því hvað gerist þegar eitthvað kemur upp á í samskiptum og taugakerfið
verður yfirspennt, sem auðveldar börnum að átta sig á samspili og finna leiðir
til að ná stjórn á viðbrögðum sínum.

Tilfinningaviðbrögð og samspil
Áhersla er lögð á að aðskilja persónuleika frá hegðun og gengið út frá að
óæskileg hegðun stafi í flestum tilfellum af varnarviðbrögðum sem við þurfum
að átta okkur á og skilja. Varnarviðbrögð skyggja oft á þá manneskju sem við
höfum að geyma og koma jafnvel í veg fyrir að hægt sé að eiga eðlileg og
góð samskipti. Skoðað er hvers vegna og við hvaða aðstæður við grípum til
þessara varnarhátta og hvernig við getum aukið sklining barna og hjálpað
þeim að skoða atburði frá mismunandi sjónahornum og hvernig hægt er að
leggja sig fram við að hafa jákvæð áhrif á þróun samskipta.

Markmiðið er að kenna börnum að líta inn á við og bæta hæfni þeirra í
mannlegum samskiptum með aukinni samkennd, samhliða því að efla
bjartsýni og trú á eigin styrk og getu.

Áherslur
  • Samskipti, sjálfskilningur og mörk
  • Hugur, tilfinningar, túlkun og mismunandi eiginleikar
  • VIA styrkleikar, gildi og gildisvirðing
  • Virkni, sköpun og áhugahvöt