5 ráð til að efla jákvæð tengsl við börn

Foreldrar og nánasta fjölskylda eru lykilmanneskjur þegar kemur að velferð og vellíðan barna en börn við misjafnar aðstæður og því er mikilvægt að hafa alltaf í huga að við þurfum að láta okkur velferð allra barna varða.

Christoper Peterson var einn af upphafsmönnum jákvæðrar sálfræði og  hans nálgun á fræðin hafa haft mikil áhrif á þá hugmyndafræði sem ég starfa eftir í vinnu með börn og samskipti þeirra. Hann taldi að draga mætti kjarna jákvæðrar sálfræði saman í þrjú orð: “Other people matter” og bætti við: “We all are other people”.

Jákvæð tengsl eru gagnvæm og ná bæði yfir okkar upplifun af samskiptunum og einnig yfir það hvernig börnin upplifa okkur. Við getum haft áhrif á tilfinningar barnsins því tilfinningar eiga það til að yfirfærast yfir á að aðra, bæði góðar og slæmar. Þegar börn er í uppnámi fer varnarkerfi þeirra í gang ,hugsun og hegðun verður sjálfhverf og hæfni til að hjálpa öðrum og eiga góð samskipti minnkar.

Með því að anda inn og út, náum við inn í sefkerfi líkamans sem er rólegi hluti taugakerfisins. Þegar við náum að virkja sefkerfið og náum stjórn á viðbrögðum okkar hefur það róandi áhrif á barnið. Í sefkerfinu verðum við hæfari til að mynda jákvæð tengsl og yfirfæra góðar tilfinningar í samskiptum við barnið.

Hugmyndafræði Peterson byggir á fimm þáttum sem hjálplegt er að hafa að leiðarljósi í samskiptum við börn og hefur jákvæð áhrif á öryggi og samskiptahæfni barna sem styrkir sjálfsmynd þeirra og eflir sjálfstraustið.

 

  1. Vertu til staðar og veittu óskipta athygli. Hlustaðu án þess að máta þig við aðstæður barnsins – leggðu þig fram við að skilja upplifun þess og sjónarhorn
  1. Hafðu í huga að allt sem þú segir og gerir hefur áhrif. Vertu uppbyggjandi og forðastu að setja út á barnið og kvarta. Hafðu í huga að þú getur haft jákvæð áhrif á sjálfsmynd þess
  1. Taktu eftir og leggðu þig fram við að sjá og meta styrkleika og það góða í barninu. Veittu því góða rými til að vaxa
  1. Vertu hvetjandi og styðjandi þegar barn ströglar og missir trúna á sjálft sig. Stuðningur og hvatning getur skipt sköpum
  1. Taktu þátt í sigrum barnsins, láttu það finna að þú metir mikils það sem það leggur á sig og láttu þig velgengni þess varða – það er styrkur að læra að samgleðjast öðrum
Back to blog