Ásthildur Garðarsdóttir

Fræðsla - ráðgjöf - markþjálfun

Lífslyst býður upp á fræðslu um jákvæða sálfræði, samskipti, streitustjórn, seiglu, lífsgildi og styrkleika og hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða til dæmis fyrir vinnustaði, félagasamtök, verkalýðsfélög, klúbba og geðræktarmiðstöðvar.

Hafa samband

Ásthildur er ráðgjafi, kennari, markþjálfi og jóga nidra kennari hjá Lífslyst og býr yfir tuttugu ára reynslu af kennslu og ráðgjöf. Hún hefur brennandi áhuga á mannrækt, tengslahegðun og mannlegum samskiptum. Sérhæfing hennar liggur á sviði þátta sem snúa að hugarfari, heilbrigðum tengslum og aðferðum sem auka velsæld, sjálfstraust og bjartsýni einstaklinga.

MENNTUN:
- Meistaragráða í jákvæðri sálfræði frá Árósarháskóla – 2018
- B.Ed gráða frá KHÍ – 2001

VIÐBÓTARMENNTUN:
- Yoga nidra advanced training frá Amrit Yoga Institute - 2025
- Jógakennari - 2024
- Bjargráðaþálfi – 2023
- Joga nidra & yin jóga kennsluréttindi – 2022
- ACT meðferðarform, grunnnám – 2022
- Markþjálfi – 2021

Jákvæð sálfræði

Jákvæð sálfræði er í stuttu máli sagt vísindi um ákjósanlegt mannlegt atferli og virkni (e. function) – það er að segja, vísindi um það hvernig fólk þrífst og hvað þarf til að því farnist vel.

Hlutverk jákvæðrar sálfræði er að auka velferð einstaklinga (e. well-being). Velferð snýst ekki um að vera alltaf ánægð og líða vel, heldur einnig hæfni til að bregðast við óþægilegum tilfinningum og áskorunum sem upp koma í lífinu.

Markþjálfun

Markþjálfun er samspil markþjálfa og marksækjanda í skapandi ferli sem hvetur marksækjanda til að koma auga á og nýta betur hæfileika sína og möguleika til að blómstra í sátt við sjálfan sig og aðra.

Hlutverk markþjálfa er að leiða okkur áfram með spurningum sem fá okkur til að horfa inn á við og sjá lífið og okkur sjálf frá víðara sjónarhorni. Marksækjandi er þannig hvattur til að hlusta inn á við og efla eigið innsæi og viljastyrk með sjálfsígrundun, forvitni og aukinni eftirtekt.

ACT

ACT meðferðarformið hjálpar okkur að ná tengingu við núið og okkur sjálf, gildi okkar og styrkleika.

Markmið ACT er að auka sálrænan sveigjanleika og hæfni til að dvelja meðvitað í núinu og taka á móti hugsunum, tilfinningum, minningum og skynjun augnabliksins með athygli á að hafa stjórn á hegðun okkar og viðbrögðum og að halda tengingu við gildin okkar.

Yoga Nidra

Yoga Nidra er leidd hugleiðsluaðferð sem hjálpar okkur að losa um uppsafnaða streitu og ná jafnvægi og ró á huga og taugakerfi. Það bætir svefn, eykur orku, hefur bætandi áhrif á samskipti og gefur betri líðan.

Í yoga nidra fer hugurinn í hvíld og líkaminn fær tækifæri til að heila sig og ná endurheimt.

  • Helga

    Námskeiðið fór fram úr öllum mínum vonum og væntingum. Fræðslan var áhugaverð og lögð fram á persónulegan máta, augljóst var að Ásthildur talaði af reynslu. Ég kom heim með hjartað fullt af þakklæti og auðmýkt og augun opnari fyrir fegurð náttúrunnar og tilbúin að sjá alla litlu hlutina í kringum mig og njóta þeirra í núinu. Efnið frá Ásthildi mun ég pottþétt nýta mér bæði í einkalífi og starfi.

  • Móðir 14 ára stelpu

    Ég horfi á stelpuna mína vaxa, hún er orðin miklu öruggari með sig og lætur kvíðann sjaldnar stoppa sig. Þetta er svo mikil uppbygging, ekki bara verið að skoða hvað þarf að laga. Hún þekkir betur styrkleikana sína og er hætt að spá eins mikið í hvað aðrir eru að hugsa.

  • Lilja

    Þetta námskeið ætti að vera skyldunámskeið hjá þeim sem eru í starfsendurhæfingu. Þetta dýpkaði skilning minn á styrkleikum mínum og vanköntum sem koma upp á. Ásthildur kemur efninu vel frá sér. Hún kemur vel undirbúin og full af fróðleik sem hún vill deila með okkur. Þetta námskeið kemur öllum við. Ég myndi segja að það gæti verið fyrirbyggjandi gagnvart kulnun í starfi, einkalífinu og líka í mannlegum samskiptum. Þessi fræði eiga heima á öllum vinnustöðum, félagasamtökum og heimilum. Það verður að opna fyrir þennan fróðleik. Komdu með framhaldsnámsskeið!