Námskeið og fyrirlestrar

Lífslyst býður upp á fyrirlestra, námskeið og vinnustofur þar sem kynntar eru aðferðir, sem hjálpa okkur að ná tökum á streitu og byggja upp sjálfstraust og heilbrigðari samskipti. Áhersla er lögð á að draga fram styrkleika og efla bjartsýni með aukinni sjálfsþekkingu og hæfni til að þekkja, skilja og yfirvinna streituvalda og ósjálfráð tilfinningaviðbrögð. Hægt er skipuleggja og hanna námskeið og fyrirlestra eftir óskum og þörfum mismunandi hópa.

Frá ótta til hugrekkis - Námskeið á Egilsstöðum 25. september – 16. október

Á námskeiðinu er fjallað um ótta og leiðir til að efla hugrekki, seiglu, sjálfsvirði og sjálfsumhyggju. Við veltum fyrir okkur óttanum, hvernig hann hefur áhrif á okkar daglega líf og hindrar okkur í að fylgja draumum okkar og löngunum.

Nánar

Fyrirlestrar

Bætt líðan – frá ótta til hugrekkis

Fyrirlesturinn fjallar um aðferðir sem hjálpa okkur að horfa á okkur sjálf og aðra frá víðara, sveigjanlegra og skilningsríkara sjónarhorni. Við skoðum tengsl hugar og líkama og hvernig aukinn skilningur á aðstæðum og þroska taugakerfis í æsku getur haft jákvæð áhrif á sjálfsmynd okkar, hegðun, líðan og samskipti.

Nánar

Innri sátt og samþykki

Fyrirlestur sem fjallar um tengsl okkar við okkur sjálf og hvernig við getum sýnt okkur sjálfum meiri mildi, samkennd og vinsemd. Við skoðum hvernig aukinn skilningur á starfsemi og tengingu huga, tilfinninga, líkama og taugakerfis getur dregið úr neikvæðum áhrifum streitu og hættu á yfirkeyrslu.

Nánar

Sjálfstraust, samkennd og bjartsýni

Fyrirlestur um þætti sem hafa áhrif á sjálfsmynd, viðhorf og samskipti. Við skoðum hvernig við getum nýtt verkfæri jákvæðrar sálfræði, VIA styrkleika, gildi og núvitund til að auka tilfinningalegt öryggi og efla heilbrigð
tengsl í hópum.

Nánar

Námskeið

Aukin seigla og sjálfsumhyggja

Námskeiðið byggir á aðferðum sem hjálpa okkur að halda jafnvægi á huga og tilfinningum með því að auka skilning og þekkingu á huga, taugakerfi, skynjun og tilfinningaviðbrögðum. Við skoðum módel úr jákvæðu sálfræðinni og ACT sem nýtast til að byggja upp seiglu, aukið sjálfsöryggi og heilbrigðari tengsl bæði við okkur sjálf og aðra.

Nánar

Frá ótta til hugrekkis

Námskeiðið fjallar um ótta og hvernig við stjórnumst af honum í okkar daglega lífi. Ótti getur verið íþyngjandi ferðafélagi og veldur streitu, auk þess að takmarka möguleika okkar í lífinu ef hann fær rými til að taka yfir. Ótta fylgja líkamleg, sálfræðileg og andleg einkenni sem við getum lært að þekkja og afkóða í nokkrum skrefum, til að styrkja og bæta geðheilsu og líðan.

Nánar

Heilbrigð samskipti og mörk

Námskeiðið fjallar um samskipti, tengsl og tengslamyndun og hvernig atferli og viðbrögð hafa áhrif á þróun samskipta. Við skoðum virka hlustun, tilfinningaviðbrögð og kveikjur og hvernig atferli okkar og viðhorf geta skipt sköpum í þróun samskipta.  

Nánar

Leið að betri líðan – sjálfsefling og árangursrík samskipti

Námskeiðið byggir á aðferðum sem hjálpa okkur að byggja upp sjálfsöryggi, seiglu og jafnvægi með því að auka skilning og þekkingu á huga, taugakerfi, skynjun og tilfinningaviðbrögðum. Við skoðum leiðir sem nýtast til að hjálpa okkur að auka sjálfstraust og sjálfsvirðingu og byggja upp heilbrigð tengsl, bæði við okkur sjálf og aðra.

Nánar

Samskipti og sjálfsmynd barna

Lífslyst stendur fyrir fræðslu til þeirra sem vinna með börn og býður upp á fyrirlestra og námskeið um uppbyggileg samkipti og jákvæða sjálfsmynd.
Hugmyndafræði Lífslystar gengur í stuttu máli út á að efla tilfinningalegt öryggi í samskiptum og styrkja sjálfsmynd barna með skilning, sanngirni og virðingu að leiðarljósi. Efnið byggir á uppbyggingarkenningum og verkfærum jákvæðrar sálfræði ásamt Polyvagal kenningu Dr. Stephen Porges.

Nánar
  • Jóhanna, deildarstjóri

    Kyngimagnað ferli, ég fékk útskýringu á ýmsum þáttum sem ég hef unnið með í margra ára sjálfsvinnu, á nýjan hátt. Námskeið hjá Ásthildi hefur kveikt í mér neista að útfæra kærleiksríka nálgun á vinnustaðnum og gaf mér ný rök fyrir því af hverju ég er að berjast fyrir bættum starfsaðstæðum í mínu sveitarfélagi.

  • Ragna

    Þetta var eitt fróðlegasta námskeið sem ég hef farið á. Virkilega fróðlegt og skemmtilegur andi, og allt svo skilningsríkt og öllu vel skilað. Þetta klárlega opnaði mikið nýtt fyrir mér. Takk kærlega fyrir mig.

  • Svava, aðstoðarleilskólastjóri

    Frábært námskeið. Maður vissi ekki hvað tímanum leið. Sem segir mér að þetta var létt og skemmtilegt en á sama tíma fróðlegt og mjög gefandi. Ásthildur hefur góða nærveru og kemur með góð dæmi úr eigin reynslu. Mæli með fyrir alla sem hafa áhuga á að vinna í sjálfum sér eða í hóp, t.d. starfsmannahóp.