Innri sátt og samhljómur
Fyrirlestur sem fjallar um tengsl okkar við okkur sjálf og hvernig við getum
sýnt okkur sjálfum meiri mildi, samkennd og vinsemd. Við skoðum hvernig aukinn skilningur á starfsemi og tengingu huga, tilfinninga, líkama og taugakerfis getur dregið úr neikvæðum áhrifum streitu og hættu á yfirkeyrslu.
Hvernig hefur aukin sjálfskilningur og sjálfsmildi áhrif á tengsl okkar
bæði við okkur sjálf aðra?
- Hvernig getum við kveikt á forvitni og eftirtekt þegar niðurrif og dómharka skjóta upp kollinum?
- Hvernig getur aukin þekking á tengingu huga og vagustaugar hjálpað okkur að að ná jafnvægi og virkja hamingjuhormón eftir að hafa keyrt okkur áfram í amstri dagsins?
Við skoðum einnig hvernig við getum sett athygli á styrkleika og tengt okkur
við gildi í stað þess að detta í gömul vanamynstur og óheppileg varnarviðbrögð.
Markmið:
- Aukin sjálfskilningur og sjálfsmildi
- Aukin skilningur á vagustaug og hamingjuhormónum
- Betri tenging við styrkleika og gildi
- Aukn sjálfsmildi, sátt og jafnvægi