Sjálfstraust, samkennd og bjartsýni

Fyrirlestur um þætti sem hafa áhrif á sjálfsmynd, viðhorf og samskipti. Við skoðum hvernig við getum nýtt verkfæri jákvæðrar sálfræði, VIA styrkleika, gildi og núvitund til að auka tilfinningalegt öryggi og efla heilbrigð tengsl í hópum.
  • Hvernig getum við tamið okkur jákvæðara hugarfar og meiri bjartsýni?
  • Hvernig er hægt að byggja upp jákævtt andrúmsloft í hópum og öll fái að njóta sín?
  • Hverngi eflum við umburðarlyndi og skilning á mismunandi eiginleikum og viðbrögðum einstaklinga?

Kynntir verða fimm lyklar sem hjálpa okkur að byggja upp og efla jákvæð
samskipti og samkennd í hópum.

Markmið:

  • að auka skilning á tengslum huga, líkama, tilfinninga og viðbragða
  • að skoða hvernig hægt er að draga fram það besta í hverjum og einum
  • að efla tilfinningalæsi og gildisvirðingu með fókus á hæfileika og styrkleika.