Leið að betri líðan – sjálfsefling og árangursrík samskipti
Námskeiðið byggir á aðferðum sem hjálpa okkur að byggja upp sjálfsöryggi, seiglu
og jafnvægi með því að auka skilning og þekkingu á huga, taugakerfi, skynjun og
tilfinningaviðbrögðum. Við skoðum leiðir sem nýtast til að hjálpa okkur að auka
sjálfstraust og sjálfsvirðingu og byggja upp heilbrigð tengsl, bæði við okkur sjálf og
aðra.
Við veltum fyrir okkur meðvirkni og streituviðbrögðum og hvernig hægt er að temja
sér jákvæðara viðhorf og standa með gildum sínum þegar á reynir í samskiptum
eða þegar leysa þarf ágreining. Við skoðum hvað veldur því að þættir eins og
óöryggi, stjórnsemi, fórnarhegðun og sjálfsniðurrif ná tökum á okkur og hefur áhrif á
samskipti.
Við förum yfir hvernig við getum haldið ró á taugakerfi og beint athygli að gildum
styrkleikum og kostum til að byggja upp þægilegt andrúmsloft og árangursrík
samskipti.
Umfjöllunarefni
- Árangursrík samskipti – virk hlustun, yrt og óyrt skilaboð
- Hugarfar – samspil huga og taugakerfis
- Meðvirkni – streita, virðing og mörk
- Styrkleikamiðað starfsumhverfi – viðhorf, tilfinningar og viðbrögð
- Grunnviðhorf – gildi, ytra virði og innra virði
Verkfæri
- Fimm þættir sem byggja upp árangursrík samkipti
- Uppbyggingarkenningar jákvæðrar sálfræði
- ACT – sveigjanlegur hugur, gildi og upplifunaræfingar
- Jóga og núvitund – joga nidra slökun
Ávinningur
- Jákvæðara hugarfar, aukin orka og seigla
- Heilbrigðari samskipti og tengsl
- Aukið sjálfstraust – fókus á styrkleika og innri gildi
- Aukið jafnvægi, sveigjanleiki, styrkur og mildi