Bætt líðan – frá ótta til hugrekkis

Fyrirlesturinn fjallar um aðferðir sem hjálpa okkur að horfa á okkur sjálf og aðra
frá víðara, sveigjanlegra og skilningsríkara sjónarhorni.

Við skoðum tengsl hugar og líkama og hvernig aukinn skilningur á aðstæðum og
þroska taugakerfis í æsku getur haft jákvæð áhrif á sjálfsmynd okkar, hegðun,
líðan og samskipti. Einnig hvernig þessi aukni skilningur okkar getur haft
bætandi áhrif á sjálfsöryggi og líðan þeirra sem við umgöngumst.

Þátttakendur fá innsýn í þætti sem hjálpa okkur að átta okkur betur á fjölbreytileika taugaþroska og áskorunum sem tengjast honum.

Helstu umfjöllunarefni

  • Tengslahegðun – áhrif umhverfis og viðbragða umönnunaraðila í æsku
  • Ótti og hugrekki – birtingarmyndir ótta, skref til aukins hugrekkis
  • Seigla – sjö þættir sem hafa áhrif á seiglu, jákvæð sálfræði

Fyrirlesari: Ásthildur Garðarsdóttir