Aukin seigla og sjálfsumhyggja

Námskeiðið byggir á aðferðum sem hjálpa okkur að halda jafnvægi á huga og tilfinningum
með því að auka skilning og þekkingu á huga, taugakerfi, skynjun og
tilfinningaviðbrögðum. Við skoðum módel úr jákvæðu sálfræðinni og ACT sem nýtast til að
byggja upp seiglu, aukið sjálfsöryggi og heilbrigðari tengsl bæði við okkur sjálf og aðra.

Við veltum fyrir okkur streitu, streituviðbrögðum, sjálfsumhyggju og dómhörku. Einnig
hvernig hægt er að núllstilla sig, temja sér jákvæðara og mildara viðhorf í eigin garð og
standa með sér og gildum sínum þegar á reynir. Þátttakendur kynnst aðferðum sem vinna
með taugakerfinu, hjálpa okkur að átta okkur á og aftengjast óheppilegum hugsana- og
vanamynstrum og ná stjórn á varnarviðbrögðum með því að taka eftir og gangast við öllum okkar tilfinningum og hugsunum. Við skoðum hvaða þættir hjálpa okkur að byggja upp seiglu og notum kærleiksáttavita sem leiðarvísi að notalegum tilfinningum.

Umfjöllunarefni:

  • Hugarfarið – viðhorf, taugakerfi, tilfinningar og viðbrögð
  • Streita og endurheimt – drifkerfi og sefkerfi, núllstilling og núvitund
  • Styrkleikamiðuð nálgun – styrkleikar, gildi, virðing og mörk
  • Grunnviðhorf – ytra og innra virði

Verkfæri:

  • Núvitund – FEVÁ módel (heildræn nálgun með áherslu á velvild í eigin garð)
  • Uppbyggingarkenningar jákvæðrar sálfræði – seigla og styrkleikar
  • ACT – Sveigjanlegur hugur, gildi og upplifunaræfingar
  • Hugleiðsla þar sem unnið er með ásetning

Ávinningur:

  • Opnara hugarfar og aukið innra jafnvægi
  • Heilbrigðari tengsl við okkur sjálf og aðra
  • Aukið sjálfsöryggi – fókus á ásetning, styrkleika og innri gildi
  • Aukinn sveigjanleiki og mildi


Leiðbeinandi: Ásthildur Garðarsdóttir kennari, MA í jákvæðri sálfræði, grunnþálfun í ACT
og jóga nidra kennari