Frá ótta til hugrekkis

Námskeiðið fjallar um ótta og hvernig við stjórnumst af honum í okkar daglega lífi.
Ótti getur verið íþyngjandi ferðafélagi og veldur streitu, auk þess að takmarka
möguleika okkar í lífinu ef hann fær rými til að taka yfir. Ótta fylgja líkamleg,
sálfræðileg og andleg einkenni sem við getum lært að þekkja og afkóða í nokkrum
skrefum, til að styrkja og bæta geðheilsu og líðan.
 
Ef við leyfum óttanum ekki að hindra okkur, heldur mætum honum án þess að líta
undan, getum við öðlast hugrekki sem hjálpar okkur að lifa því lífi sem við viljum og
leyft okkur að vera við sjálf.
 
Við munum einnig skoða hugrekkið og skref sem hjálpa okkur að komast inn í
hugrekki og flæði. Í huganum getur ósk eða löngun birst á örfáum sekúndum, en það
krefst fyrirhafnar og þrautseigju að sýna hugrekki í verki. Þá er gott að þekkja skref
sem hjálpa okkur að halda fókus og gera hlutina öðruvísi en við erum vön - það
krefst þjálfunar
Námskeiðið byggir á fyrirlestri, umræðum og æfingum
 
Umföllunarefni

  • Hvað er ótti og hvernig getum við tekist á við hann? - Birtingarmyndir ótta
  • Skömm – hvar liggja rætur sammarinnar
  • Hvað er hugrekki og hvert getur það komið okkur?
  • Hvernig getum við áttað okkur betur á draumum og tekið stefnuna á að láta þá
    verða að veruleika?
  • Hvernig getur varnarleysi okkar verið styrkur?

Ávinningur:

  • Slakara taugakerfi og opnari hugur
  • Betri aðlögunarhæfni og sveigjanleiki
  • Betri stjórn á tilfinningaviðbrögðum og atferli
  • Meiri hugrekki til að fylgja eftir draumum og löngunum
  • Meiri lífsánægja