- Mundu að ADHD er taugafræðilegt ástand. Það er erfðafræðilegt. Það hvernig heilinn á þér er tengdur á sér líffræðilegar orsakir. Þetta er ekki viljaleysi eða skapgerðarbrestur - það er hvorki um veikleika í skapgerð eða vöntun á þroska að ræða. Það er ekki til lækning, svo sem að efla viljastyrk eða að nota umbun eða refsingu til að laga ástandið. MUNDU ÞETTA ALLTAF! Mörg sem eru með athyglisbrest eiga erfitt með að sætta sig við að þessa röskun en hún á sér líffræðilegar orsakir – þetta er ekki veila í skapgerð.
- Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir hvað athyglisbrestur er EKKI. Hann er t.d. ekki ástæða samskiptaerfiðleika sem þú kannt að eiga við þína nánustu, s.s við maka, foreldra, systkin o.s.frv. ADHD orsakar ekki samskiptaerfiðleika, þar er alltaf um samspil að ræða. Þú berð ekki ábyrgð á tilfinningum, framkomu og viðbrögðum annarra þó þú sért með ADHD – hver og einn ber ábyrgð á sér og sínum viðbrögðum í samskiptum – líka sínum viðbrögðum við þínum viðbrögðum!
- Reyndu að skilja og losna við neikvæðni sem orsakast af því að þú hefur lifað í mörg ár án þess að vita að það sem hrjáði þig væri taugafræðilegur athyglisbrestur. Lærðu leiðir til að aftengjast neikvæðum hugsunum sem stöðugt ásækja þá sem eru með athyglisbrest.
- Gættu þess að festast ekki í að eltast við hefðbundinn starfsframa eða hefðbundnar leiðir til að takast á við lífið. Gefðu þér leyfi til þess að vera þú. Hættu að reyna að vera manneskjan sem þú (eða umhverfið) telur að þú ættir að vera - fyrirmyndarnemandinn eða skipulagði starfsmaðurinn – leyfðu þér vera sá eða sú sem þú ert og dragðu fram þína bestu eiginleika í stað þess að leitast við að tileinka þér eiginleika sem þú býrð ekki yfir. Leitaðu eftir samstarfi við manneskjur með ólíka eiginleika – þannig getið þið vegið hvert annað upp.
- Rammi getur verið hjálplegur og mörgum reynist vel að tileinka sér þætti á borð við:
- Minnispunkta (vera með blokk á sér)
- Litamerkingar (sjónminni)
- Ákveðna siði og venjur (rituals)
- Lista yfir það sem þarf að gera
- Áminningar (t.d. tímastilli)
- Skrár
- Gerðu þér grein fyrir og búðu þig undir að hluti af áformum um verk sem þú tekur að þér, samböndum sem þú hefur stofnað til eða aðrar skyldur gleymist eða gufi upp.
- Fagnaðu áskorunum. Fólk með athyglisbrest þrífst á mörgum áskorunum. Svo lengi sem þú stressar þig ekki um of, svo lengi sem þú reynir ekki að vera fullkomin(n), þá kemurðu miklu í verk og lendir ekki í vandræðum.
- Settu þér tímamörk. Hugsaðu um tímamörkin sem hvatningu frekar en endalok eða dauðadóm. Settu upp tímamörk eða skilafrest og stattu við hann.
- Brjóttu stærri verkefni niður í minni. Settu tímamörk á alla litlu þættina. Þetta er einfaldasta og áhrifamesta hjálpartækið við skipulagningu.
- Forgangsraðaðu. Forðastu frestunaráráttu. Þegar of mikið er að gera hjá fullorðnum með athyglisbrest þá missa þeir oft yfirsýn, það að borga stöðumælasekt getur virst jafn mikilvægt og að slökkva eldinn sem kviknaði í ruslafötunni. Frestunarárátta er einn af afgerandi þáttum í fari fullorðinna með athyglisbrest. Þú verður virkilega að aga þig til þess að passa að hún skjóti ekki upp kollinum og hindra að hún taki völdin.
- Hafðu skilning á skapsveiflum, skapið hjá þér getur breyst snögglega, óháð því sem er að gerast í umheiminum. Ekki eyða tíma þínum í að grafa upp ástæðuna hvers vegna eða leita að einhverjum til þess að kenna um. Einbeittu þér frekar að því að þola vont skap, vitandi að það mun líða hjá.
- Vertu viðbúinn depurð eftir velgengni. Einstaklingar með athyglisbrest kvarta oft yfir þunglyndi rétt eftir mikla velgengni eða árangur. Þetta er vegna hinnar miklu spennu sem fylgir því að vinna að og ná settu marki. Spennufallið veldur síðan þunglyndi þótt undarlegt megi virðast.
- Reyndu að láta upplifun árangursríkra stunda endast og verða eftirminnilegar, haltu þeim meðvitað í huga þér um tíma. Þú þarft stöðugt og meðvitað að þjálfa þig í að gera þetta vegna þess að þú gleymir þeim annars fljótt og sjálfsásakanir um það sem misfórst vilja taka yfir.
- Áttaðu þig á því við hvaða kringumstæðr þú vinnur best; í herbergi með miklum erli og hávaða, vafin(n) inn í þrjú teppi upp í sófa, með tónlisti á fullu eða hvað sem er. Börn og fullorðnir með athyglisbrest vinna oft best við frekar undarlegar aðstæður. Leyfðu þér að vinna við þær aðstæður sem henta þér best.
- Vandaðu valið á maka ;) Þetta er auðvitað gott ráð fyrir alla en það hefur sýnt sig að einstaklingar með athyglisbrest geta blómstrað eða visnað allt eftir vali þeirra á maka.
Fimmtán ráð við ADHD
Share
Fullorðnir einstaklingar með athyglisbrest þurfa hvatningu. Ástæðan er að hluta til margra ára uppsafnaður sjálfsefi en þetta er einnig líffræðilegur vandi. Einstaklingar með athyglisbrest hafa meiri þörf fyrir hvatningu en meðalmanneskja vegna dópamínskorts.