Frá ótta til hugrekkis - Námskeið á Egilsstöðum 25. september – 16. október
Á námskeiðinu er fjallað um ótta og leiðir til að efla hugrekki, seiglu, sjálfsvirði og sjálfsumhyggju. Við veltum fyrir okkur óttanum, hvernig hann hefur áhrif á okkar daglega líf og hindrar okkur í að fylgja draumum okkar og löngunum. Við skoðum birtingarmyndir hans og áhrif á líf okkar og líðan. Þegar við lærum að skilja óttann og átta okkur á birtingarmyndum hans verður auðveldara að takast á við hann svo hann ýti ekki sjálfstrausti okkar og löngunum út í horn.
Við skoðum hugrekkið og veltum fyrir okkur hvernig við getum eflt það þegar upp koma hindranir. Við skoðum einnig hvernig við getum horft á ótta sem vegvísi að hugrekki og tekið skref í átt að draumum sem búa innra með okkur.
Kynntar verða aðferðir sem hjálpa okkur að halda tengslum við okkur sjálf, ná jafnvægi á taugakerfi og stjórn á viðbrögðum okkar undir álagi. Aðferðir sem efla og auka seiglu, sjálfsumhyggju og sjálfstraust með því að samþykkja okkur sjálf og taka eftir og gangast við öllum okkar tilfinningum og hugsunum.
Hver tími endar á jóga nidra slökun með ásetningi.
Ávinningur:
- Opnara hugarfar og aukið innra jafnvægi
- Aukið hugrekki til að fylgja draumum sínum og löngunum
- Aukin seigla og sjálfsumhyggja
- Heilbrigðari tengsl og aukin sjálfsvirðing
- Meiri lífsánægja
Lengd námskeiðs: fjögur skipti - 25. sept., 2. okt., 9. okt. og 16. okt.
Tími: fimmtudagar kl. 17:15-18:45
Takmarkaður fjöldi
Verð: 46.000 kr.
Staðsetning: StarfA Miðvangi 1-3
Athugið að mörg stéttarfélög styrkja námskeiðsgjöld félagsmanna
Leiðbeinandi: Ásthildur Garðarsdóttir kennari, MA í jákvæðri sálfræði, grunnþjálfun í ACT og jóga nidra kennari