Jafnvægi & jákvæð samskipti

Lífslyst býður upp á fræðslu um jákvæða sálfræði, samskipti, streituþol og styrkleika og hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða til dæmis fyrir vinnustaði, félagasamtök, verkalýðsfélög, klúbba og geðræktarmiðstöðvar.

Námskeið

Heilbrigð samskipti og mörk

Námskeiðið fjallar um samskipti, tengsl og tengslamyndun og hvernig hegðun og viðbrögð hafa áhrif á þróun samskipta. Við skoðum aðferðir sem hjálpa okkur að standa með okkur sjálfum og gildum okkar í samskiptum og um þætti sem efla sjálfstraust og hjálpa okkur að byggja upp heilbrigðari samskipti, bæði við okkur sjálf og aðra.

Nánar

Námskeið

Náðu tökum á streitunni – valdefling og styrkleikar

Námskeiðið byggir á aðferðum sem hjálpa okkur að byggja upp sjálfsöryggi, streituþol og jafnvægi með því að auka skilning og þekkingu á huga, taugakerfi, skynjun og tilfinningaviðbrögðum. Við skoðum leiðir sem nýtast til að hjálpa okkur auka sjálfstraust og sjálfsvirðingu og byggja upp heilbrigð tengsl, bæði við okkur sjálf og aðra. Aðferðirnar nýtast til byggja upp seiglu, og heilbrigð samskipti einstaklinga í hópum.

Nánar

Námskeið

Samskipti og sjálfsmynd barna

Lífslyst stendur fyrir fræðslu til þeirra sem vinna með börn og býður upp á fyrirlestra og námskeið um uppbyggileg samkipti og jákvæða sjálfsmynd.
Hugmyndafræði Lífslystar gengur í stuttu máli út á að efla tilfinningalegt öryggi í samskiptum og styrkja sjálfsmynd barna með skilning, sanngirni og virðingu að leiðarljósi. Efnið byggir á uppbyggingarkenningum og verkfærum jákvæðrar sálfræði ásamt Polyvagal kenningu Dr. Stephen Porges.

Nánar
  • Edda

    Ég vil þakka þér fyrir frábært námskeið í Búdapest. Ég hef lesið mér til og farið á stutt námskeið um jákvæða sálfræði. Það kom mér á óvart hvað ég lærði mikið aukalega. Ég náði að vinna svo mikið í sjálfri mér og er strax að nýta mér allt sem ég lærði daglega. Við vinnufélagarnir sem fórum saman út tölum mikið saman um námskeiðið. Það skilur svo mikið eftir sig.

  • Þórarinn

    Þetta er eitthvert það besta námskeið sem ég hef farið á og hef ég þó farið á þau mörg býsna góð. Ég vil sjá þetta notað sem forvörn, það er svo mikilvægt að ná til fólks áður en það lendir í kulnun eða örmögnun.

  • Inga

    Það er svo gott að koma til þín, maður fer að sjá hvað maður er að gera margt gott og fer eiginlega bara að trúa að maður geti allt.

1 of 3